Valdís Þóra Jónsdóttir hóf leik í gær á LET Evrópumótaröðinni en að þessu sinni er keppt í Tælandi. Valdís er á meðal topp 20 þegar þetta er skrifað en hún er á -2 samtals eftir 36 holur og er öruggm með að komast í gegnum niðurskurðinn.
Íslandsmeistarinn 2017 hefur leikið báða hringina á 71 höggi eða -2.
Mikill hiti og raki er á keppnissvæðinu og er Valdís Þóra nokkuð heppinn að fá fyrsta rástímann og getur hún leikið megnið af hringnum áður en hitastigið nær hámarki.