Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hóf leik í gær á BMW meistaramótinu á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék á +2 í dag og er hann í 55. sæti þegar hann kom inn eftir hringinn.
Birgir Leifur hóf leik á 1. teig og fékk hann alls sex skolla (+1), fjóra fugla (-1) og átta pör.