Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik í dag á BMW meistaramótinu á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Mótið fer fram á GUT Laerchenhof í Þýskalandi. Birgir hefur leik kl. 12:20 að íslenskum tíma en hann er í ráshóp með Frakkanum Grégory Bourdy og Jeunghun Wang.
Bourdy er þaulreyndur kylfingur á mótaröðinni og hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni. Wang er með þrjá sigra á Evrópumótaröðinni frá því hann keppti fyrst árið 2012.