Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn, fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja, þar sem að bestu kylfingar landsins kepptu um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi.
Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfrði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki eftir 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili.
Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988.
Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.
Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í riðlakeppninni og ungir kylfingar létu til sín taka á þessu móti.
Rúnar Arnórsson vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni, hann vann Kristján Benedikt Sveinsson úr GA í átta manna úrslitum (5/4), Andri Már Óskarsson (GHR) í undanúrslitum (3/2) og Birgi Björn Magnússon (GK) í úrslitum.
Ragnhildur vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í 8-manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýr Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu.
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 15-16 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvennaflokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3.
Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17-18 ára og er því að leika vel þessa dagana.
Úrslit karla:
Rúnar Arnórsson (GK) – Birgir Björn Magnússon (GK)
*Rúnar sigraði 3/2.
Leikur um 3. sæti karlar:
Ingvar Andri Magnússon (GKG) – Andri Már Óskarsson
*Ingvar Andri sigraði 3/2.
Úrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Kristín Helga Einarsdóttir (GK)
*Ragnhildur sigraði 2/1.
Leikur um 3. sætið konur:
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)
*Hulda Clara sigraði 4/3.
Undanúrslit karla:
Birgir Björn Magnússon (GK) – Ingvar Andri Magnússon (GKG)
*Birgir Björn sigraði 1/0.
Andri Már Óskarsson (GHR) – Rúnar Arnórsson (GK).
*Rúnar sigraði 3/2.
Undanúrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
*Ragnhildur sigraði 3/2.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Helga Kristín Einarsdóttir (GK)
*Helga Kristín sigraði 2/1.
Úrslit leikja í 8-manna úrslitum:
Birgir Björn Magnússon (GK) – Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)
*Birgir Björn sigraði 1/0.
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)
*Ragnhildur sigraði 7/5.
Ingvar Andri Magnússon (GR) – Theodór Emil Karlsson (GM)
*Ingvar Andri sigraði 3/2.
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK)
*Hulda Clara sigraði 2/1.
Andri Már Óskarsson (GHR) – Fannar Ingi Steingrímsson (GHG)
*Andri Már sigraði 2/0.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Eva María Gestsdóttir (GKG)
*Hafdís Alda sigraði 2/0.
Rúnar Arnórsson (GK) – Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
*Rúnar sigraði 5/3.
Helga Kristín Einarsdóttir (GK) – Heiða Guðnadóttir (GM)
*Helga Kristín sigraði á 20. holu í bráðabana