Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR eru báðar úr leik á LET Access mótaröðinn sem fram fer í Belgíu.
Guðrún Brá lék á 77 og 79höggum og var því +12 samtals og þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn og lék Berglind á 79 og 87 höggum samkvæmt frétt á golf.is.
Keppt er á Royal Bercuit golfvellinum rétt við Brussel.