Aron Snær Júlíusson úr GKG, Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK voru á meðal 144 keppenda á Evrópumót áhugamanna. Mótið hófst á miðvikudag og fór það fram á Royal Hague Golf & Country Club, í Hollandi.
Alls voru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komust 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum.
Bjarki Pétursson endaði í 21. sæti á -1 samtals, (71-75-69-72) (-1). Frábær árangur hjá Bjarka enda eru bestu áhugakylfingar Evrópu á meðal keppenda.
Á golf.is kemur fram að Gísli og Aron Snær komust ekki í gegnum niðurskurðinn en þeir bættu leik sinn jafnt og þétt eftir fyrsta hringinn sem reyndist þeim dýrkeyptur.
Það er að miklu að keppa á þessu móti. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á carnoustie í júlí á þessu ári. Daninn Nicolai Höjgaard sigraði á -7 samtals.