Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir stuttu að hann ætli að hinkra í 90 daga með álagningu refsitolla sinna, nema á Kína þar sem hann hefur hækkað tolla í 125%
Refsitollar sem Trump setti á tæp sextíu ríki tóku gildi í nótt. Um er að ræða ríki sem Trump segir hafa misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir. Tollarnir koma aukalega ofan á 10% toll sem settur er á innflutning frá öllum öðrum ríkjum, þar á meðal Íslandi.
CNN greinir frá að Trump ætli nú að beita 90 daga hléi á refsitollunum þar sem viðskiptastríð hans hristir hagkerfi heimsins. Jafnframt tilkynnti hann að hann væri að hækka tolla á Kína í úr 104% í 125%