Bild skýrir frá þessu og segir að vísindamönnunum hafi tekist að endurgera Disorazol Z1 í tilraunastofu sinni. Þetta er efni sem getur eyðilagt krabbameinsfrumur. Það er í bakteríum sem lifa í geitaskít og öðrum lífrænum úrgangi.
Það að tekist hafi að búa það til á tilraunastofu er stórt skref í krabbameinsrannsóknum að sögn Dieter Schinzer, sem stýrði rannsókninni. Hann sagði að nú sé hægt að breyta efninu og gera það enn áhrifameira gegn krabbameini og um leið sé heilbrigðum frumum þyrmt.
Vísindamennirnir segja að enn sé of snemmt að segja til hvenær og hversu mikið af efninu verði hægt að nota gegn krabbameini.