Margir þekktir einstaklingar voru í húsinu þegar slysið varð, þar á meðal atvinnumenn í íþróttum, stjórnmálamenn sem og tónlistarmenn.
Juan Manuel Méndez, aðgerðarstjóri á vettvangi, segir við New York Times að viðbragðsaðilar muni leita í rústunum sem svo lengi sem einhver von sé á að fólk finnist á lífi. Það er þó talið ólíklegt þar sem enginn hefur fundist á lífi fyrir en síðdegis í gær.
Tónlistarmaðurinn Rubby Pérez, sem er mjög þekktur í heimalandi sínu, er í hópi þeirra sem létust en hann var að spila á sviðinu þegar þakið hrundi.
Octavio Dotel, fyrrverandi leikmaður í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta, lést einnig í slysinu. Hann lék í MLB-deildinni í fimmtán ár. Annar fyrrverandi MLB-leikmaður, Tony Blanco, var á vettvangi og fannst hann látinn.
Þá lést kona að nafni Nelsy Cruz í slysinu en hún var ríkisstjóri Montecristi-héraðs og systir hafnaboltamannsins Nelson Cruz sem var í stjörnuliði MLB-deildarinnar. Hún hringdi í forseta landsins, Luis Abinader, úr rústunum og lét hann vita af slysinu. Nelsy lést á sjúkrahúsi af sárum sínum.
Þá létust þrír starfsmenn AFP Popular-bankans, þar á meðal bankastjórinn og eiginkona hans.