fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Hrollvekjandi niðurstöður nýrrar rannsóknar um áhrif reykinga á ungt fólk

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 22:00

Reykingar hafa skelfileg áhrif á ungt fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar börn og unglingar byrja að reykja er það kannski að hluta vegna þess að það er bannað, það er spennandi og það er hættulegt. Nú varpar ný rannsókn ljósi á hversu hættulegar reykingar eru börnum og ungu fólki.

Þegar börn og unglingar byrja að reykja verða óafturkræfar breytingar í líkamanum sem senda að sögn vísindamanns líkamann „eftir hraðbraut í átt til hörmunga“.

Það voru finnskir vísindamenn sem gerðu rannsóknina. Niðurstöður hennar eru meðal annars að reykingar á barns- og unglingsaldri hafi mun skjótari áhrif á uppbyggingu hjartans og virkni þess en áður var talið.

Strax á miðjum þrítugsaldri hafa reykingar haft varanleg áhrif á líkamann. Hjarta ungs reykingafólks stækkar óeðlilega mikið og virkni þess er ekki eins góð og hjá jafnöldrum.

Finnsku vísindamennirnir studdust við stóra breska rannsókn „The Avon Longitudinal Study of Parents and Children“ þar sem fylgst er með 15.000 manns sem fæddust í upphafi tíunda áratugarins.

Þátttakendurnir voru spurðir um mataræði, lífsstíl og reykingar. 2.000 þeirra fóru í hjartamyndatöku þegar þeir urðu 24 ára. Hjarta tæplega helmings þeirra hafði breyst vegna áhrifa reykinga.

Andrew Agbaej, læknir og prófessor við Austfinnska háskólann og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði þetta vera vandamál fyrir fólkið: „Hjartað byrjar að dæla blóði miklu hraðar en það eykur hraða púlsins. En af því að blóðið streymir hraðar, þá hækkar blóðþrýstingurinn. Þetta verður vond hringrás þar sem hjartað heldur áfram að stækka, púlsinn slær hraðar og þetta fer úr böndunum. Ungt reykingafólk er á hraðbraut í átt að hörmungum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.