Uppboðshúsið Sotheby skýrir frá þessu að sögn AFP.
Reiknað var með að eitthvað á bilinu 600.000 til 900.000 dollarar myndu fást fyrir brúðuna. Það svarar til 80 til 120 milljóna króna.
Brúðan var í eigu Ítalans Carlo Rambaldi, sem er látinn, sem var sérfræðingur í tæknibrellum. Þetta er ein þriggja brúða sem Spielberg notaði þegar kvikmyndin var tekin upp í byrjun níunda áratugarins.
Þrátt fyrir að brúðan hafi ekki selst, þá telur Cassandra Hatton, aðstoðarforstjóri Sothebys, að hér sé um merkan grip úr sögu kvikmyndanna að ræða og að mikilvægi brúðunnar sé ekki minna en áður.