Deutsche Welle skýrir frá þessu og segir að börnin hafi verið lögð inn á Covenant Children‘s sjúkrahúsið í Lubbock.
Apótek í ríkinu segja að A-vítamín sé rifið úr hillum þeirra þessa dagana.
Þetta má rekja til þess að heilbrigðisráðherrann í ríkisstjórn Donald Trump hefur sagt að „A-vítamín geti dregið mjög úr dánarlíkunum af völdum mislinga“ og að vítamínið geti komið í veg fyrir að fólk smitist.
Engar vísindalegar sannanir eru fyrir þessu. Þá er fyrrnefndur heilbrigðisráðherra, Robert F. Kennedy Jr,, einarður andstæðingur bólusetninga og hefur ítrekað dreift röngum upplýsingum um bóluefni og farið með ósannindi tengd þeim.
Börnin, sem hafa verið lögð inn á sjúkrahúsið, voru í fyrstu talin með mislinga en rannsóknir leiddu í ljós að lifur þeirra starfaði óeðlilega vegna of mikillar A-vítamínneyslu.