Janet var starfsmaður bandaríska dagblaðsins Miami Herald og var hún að snæða hádegisverð í bíl sínum þegar Michael kom aðvífandi og spurði hana hvort hún ætti sígarettu. Augnabliki síðar réðst hann á hana með ofbeldi áður en hann batt hana og ók svo á brott með hana.
Við tók fjögurra klukkustunda martröð þar sem Michael nauðgaði Janet áður en hann myrti hana. Lögregla hafði hendur í hári Michaels og var það hann sem benti lögreglu á hvar hann hafði falið líkið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði hann á sig annað morð árið áður en ekki var réttað yfir honum vegna þess.
Michael gafst kostur á að tjá sig áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í æðar hans og notaði hann tímann til að biðja aðstandendur Janet afsökunar á gjörðum sínum.
Lögmenn hans höfðu farið fram á að aftökunni yrði frestað eða henni aflýst í ljósi þess að Michel glímdi við mikla ofþyngd. Þeirri beiðni var hafnað og í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að aftakan hafi gengið snurðulaust fyrir sig og var hann úrskurðaður látinn klukkan 18:12 að bandarískum tíma í gærkvöldi.