fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku

Pressan
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 10:40

Alessandro Coatti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Kólumbíu rannsaka nú morð á 42 ára vísindamanni, Alessandro Coatti, eftir að líkamsleifar hans fundust að hluta í ferðatösku í læk við túristaborgina Santa Marta við Karabíska hafið.

Coatti, sem var menntaður sameindalíffræðingur, var ítalskur ríkisborgari en búsettur í Bretlandi þar sem hann hafði starfað við hina virtu stofnun Royal Society of Biology frá árinu 2017.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Carlos Pinedo Cuello, borgarstjóri Santa Marta, hafi heitið því að greiða sem nemur um einni og hálfri milljón króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingjans.

„Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að í Santa Marta er ekkert pláss fyrir glæpi. Við munum leita að hinum seku þar til þeir finnast,“ sagði hann.

Coatti dvaldi á hóteli í miðborg Santa Marta en síðast spurðist til hans á föstudag í síðustu viku. Það var svo á sunnudag að börn gengu fram á ferðatöskuna og blasti þá skelfileg sjón við þegar taskan var opnuð, útlimir og höfuð þar á meðal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn