fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Pressan
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Leicester á Englandi hefur sakfellt pilt og stúlku fyrir manndráp í september í fyrra. Pilturinn var aðeins 14 ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan 12 ára.

Fórnarlamb árásarinnar var áttræður karlmaður, Bhim Kohli, sem var úti að viðra hundinn sinn Rocky þegar ungmennin komu að honum. Pilturinn réðst á hann með höggum og spörkum en á meðan myndaði stúlkan atburðarásina og flissaði.

Í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að stúlkunni, sem nú er 13 ára, hafi ekki verið hlátur í huga þegar dómari sakfelldi þau fyrir manndráp í morgun. Er stúlkan sögð hafa grátið þegar dómari sakfelldi hana fyrir aðild að manndrápinu með því að hvetja til ofbeldis. Pilturinn, sem er 15 ára, sýndi engin svipbrigði.

Saksóknarar höfðu farið fram á að ungmennin yrðu dæmd fyrir morð en niðurstaðan var manndráp sem felur í sér vægari refsingu. Það tók kviðdómendur sex klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu.

Endanleg refsing verður kveðin upp í maímánuði en stúlkunni var sleppt lausri gegn tryggingu þar til dómur fellur en drengurinn verður áfram í haldi lögreglu.

Í dómsalnum las dóttir Kohli upp yfirlýsingu þar sem hún fór hlýjum orðum um föður sinn.

„Pabbi var 80 ára gamall. Hann var lífsförunautur móður minnar í 55 ár. Hann var kærleiksríkur faðir, afi, bróðir, frændi og náinn vinur margra,“ sagði hún meðal annars.

Dómari í málinu var ómyrkur í máli þegar hann las upp niðurstöðuna.

„Bhim Kohli var bara að gera það sem hann gerði á hverjum degi, hann fór í göngutúr með hundinn við heimili sitt. Þar var ráðist á hann af unglingspilti, sem hvattur var áfram af unglingsstúlku, og hann skilinn eftir slasaður. Í þessum réttarhöldum hefur verið sýnt fram á að þau bera ábyrgð á dauða Kohli,“ sagði hann og bætti við að um hefði verið að ræða tilefnislausa árás á saklausan mann.

Það var nágranni Kohli sem kom að honum slösuðum á götunni og var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Hann lést af sárum sínum daginn eftir. Krufning leiddi í ljós að hann hafði orðið fyrir alvarlegum áverkum á hálsi sem drógu hann til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgaryfirvöld ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborginni

Borgaryfirvöld ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborginni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi