Um nýja tegund riffils er að ræða og er ætlunin að norðurkóreskir hermenn, sem berjast í Úkraínu, noti hann.
Á myndum sést einræðisherrann liggja á jörðinni og kíkja í gegnum sjónauka riffilsins áður en hann skaut úr honum. Hann hrósaði síðan vopninu að sögn Korean Central News Agency, sem er áróðursfréttastofa einræðisstjórnarinnar.
Ekki er langt síðan hann heimsótti flugherinn sinn og skoðaði nýja dróna hans en þá er hægt að nota til árása á landi og hafi. Drónunum er stýrt af gervigreind sem metur hvort gera eigi árás, sem þýðir endalok drónans.