Þegar lögregla kom á vettvang stóð fjölskyldan fyrir utan bílinn og lýsti því að hávaðann hefði verið svo mikill að engu líkara væri en skotið hefði verið á bílinn.
Sem betur fer urðu engin slys á fólki en eins og sést á meðfylgjandi myndum urðu talsverðar skemmdir á bifreiðinni. Bifreiðin fylltist af reyk eftir að eldingunni sló niður.
Gat kom á þak bílsins, afturljós brotnaði og þá urðu skemmdir aftan á bílnum og einnig á undirvagninum. Þá olli eldingin skemmdum í rafbúnaði bílsins.
Bílar eru yfirleitt nokkuð öruggir í eldingaveðri þar sem ytra byrðið er að mestu úr málmi. Rafmagnið fer því yfir yfirborð bílsins en ekki í gegnum hann.