fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Pressan
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja manna fjölskylda sem var á rúntinum í suðurhluta Illinois í Bandaríkjunum síðastliðinn laugardag vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar eldingu laust skyndilega niður í bílinn.

Þegar lögregla kom á vettvang stóð fjölskyldan fyrir utan bílinn og lýsti því að hávaðann hefði verið svo mikill að engu líkara væri en skotið hefði verið á bílinn.

Sem betur fer urðu engin slys á fólki en eins og sést á meðfylgjandi myndum urðu talsverðar skemmdir á bifreiðinni. Bifreiðin fylltist af reyk eftir að eldingunni sló niður.

Gat kom á þak bílsins, afturljós brotnaði og þá urðu skemmdir aftan á bílnum og einnig á undirvagninum. Þá olli eldingin skemmdum í rafbúnaði bílsins.

Bílar eru yfirleitt nokkuð öruggir í eldingaveðri þar sem ytra byrðið er að mestu úr málmi. Rafmagnið fer því yfir yfirborð bílsins en ekki í gegnum hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgaryfirvöld ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborginni

Borgaryfirvöld ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborginni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi