Síðan í byrjun febrúar hafa þrír íbúar í bænum Mammoth Lakes í sýslunni dáið eftir að hafa smitast af hantaveirunni. Þessi sama veira er talin hafa dregið Betsy Arakawa, eiginkonu leikarans Gene Hackman, til dauða í febrúarmánuði. Sem kunnugt er lést Hackman nokkrum dögum síðar en þó ekki úr þessari tilteknu veiru.
Hantaveiran getur borist í mannfólk úr nagdýrum eins og til dæmis músum, en sjúkdómurinn er þó sagður sjaldgæfur. Hann getur borist í fólk úr þvagi og saur nagdýra en einnig ef fólk er bitið.
Á Vísindavefnum kemur fram að einkenni sjúkdómsins í mönnum séu hiti, blóðþrýstingsfall og nýrnabilun. Flestir sjúklinga fá roðamyndun í andliti og einkum á hálsi. Þeir sem veikjast mest fá útbreidda marbletti vegna húðblæðinga og blóðhlaupin augu. Nýrnabilunin er þó alvarlegust og getur hún leitt til dauða. Dánartíðnin er um 5-10%.
Tom Boo bendir á að sjúkdómurinn sé yfirleitt algengastur á sumrin og það að þrjú andlát verði á skömmum tíma á þessum árstíma sé áhyggjuefni.