The Independent segir að maður hafi verið sendur niður í brunninn til að drullu sem hafði safnast upp. Hann andaði eitruðum lofttegundum að sér, missti meðvitund og sökk ofan í blautan jarðveginn á botninum.
Sjö menn, sem voru að hjálpa honum við þrifin, reyndu að bjarga honum en önduðu allir eitruðum lofttegundum að sér og misstu meðvitund og drukknuðu. Það sama gerðist hjá manninum sem fór fyrstur niður.
Lögreglan segir að brunnurinn hafi ekki verið notaður um hríð.
Það tókst að ná líkum mannanna upp eftir fjögurra klukkustunda aðgerð.