fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Átta manns létust þegar þrífa átti 150 ára gamlan brunn

Pressan
Mánudaginn 7. apríl 2025 06:30

Umræddur brunnur. Mynd:Aaj Tak/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta menn létust í Madhya Pradesh ríki á Indlandi á fimmtudaginn eftir að hafa andað eitruðum lofttegundum að sér. Þeir voru að þrífa brunn, sem er 150 ára, þar sem nota átti hann við trúarathöfn á föstudaginn.

The Independent segir að maður hafi verið sendur niður í brunninn til að drullu sem hafði safnast upp. Hann andaði eitruðum lofttegundum að sér, missti meðvitund og sökk ofan í blautan jarðveginn á botninum.

Sjö menn, sem voru að hjálpa honum við þrifin, reyndu að bjarga honum en önduðu allir eitruðum lofttegundum að sér og misstu meðvitund og drukknuðu. Það sama gerðist hjá manninum sem fór fyrstur niður.

Lögreglan segir að brunnurinn hafi ekki verið notaður um hríð.

Það tókst að ná líkum mannanna upp eftir fjögurra klukkustunda aðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög