NBC skýrir frá þessu og segir að reiknað sé með að Robert F. Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra, verði viðstaddur útför barnsins. Hann er einarður andstæðingur bólusetninga og hefur hvatt fólk til að beita óhefðbundnum lækningaaðferðum gegn mislingum.
Vegna vaxandi efasemda margra í garð bóluefna hefur dregið úr bólusetningum barna en Kennedy hefur einmitt lagt sitt af mörkum á síðustu árum við að dreifa lygum og röngum upplýsingum um bóluefni.