Þegar hárið virðist vera þungt og feitt, þá er freistandi að þvo það daglega. En ef þú gerir það, þá áttu á hættu að búa til vítahring. Ef þú þværð hárið daglega, þá skolarðu náttúrulega fitu í burtu en hún verndar hársvörðinn. Það hefur þær afleiðingar að að hársvörðurinn fer í varnarstöðu og framleiðir enn meiri fitu til að mæta tapinu.
Réttu viðbrögðin við þungu og feitu hári er að nota milt sjampó og nota til dæmis þurrsjampó þá daga þegar þú þværð hárið ekki með milda sjampóinu.
Það þarf líka að hafa í huga að það eru ekki öll sjampó sem henta hárinu þínu og ef þú notar ranga tegund, þá getur valdið því að hárið verður hratt feitt. Veldu milt sjampó, sem er súlfatlaust, sem er ætlað fyrir feitt hár.
Ef þú notar of mikla hárnæringu og nuddar henni alveg ofan í hársræturnar, þá er það ávísun á hörmungar. Hárnæring getur haft íþyngjandi áhrif á hársvörðinn en það ýtir undir fituframleiðslu.
Þú snertir hárið þitt of mikið en það er svolítið sem við gerum ómeðvitað. En þetta er ekki gott fyrir hársvörðinn því fita og drulla af fingrunum endar þá í hárinu.