Ef kálið er enn á þeim, þá skaltu skera það strax af því það dregur raka í sig úr gulrótinni sem veldur því að hún verður fljótt slöpp.
Ef þú vilt halda gulrótunum stökkum vikum saman, þá er hægt að setja þær í loftþétt ílát með köldu vatni og inn í ísskáp. Það þarf að skipta um vatn á fimm til sex daga fresti til að lengja tímann sem gulræturnar eru ferskar.
Það er líka hægt að pakka þeim inn í rakt viskastykki og setja ofan í grænmetisskúffuna. Með þessari aðferð er hægt að halda þeim ferskum í allt að sex mánuði. Mundu bara að bleyta viskastykkið reglulega.
Það er líka hægt að geyma þær í plastpoka en það þurfa að vera lítil göt á honum til að koma í veg fyrir að raki safnist í hann.
Ávextir á borð við epli, banana og tómata eru ekki góðir nágrannar fyrir gulrætur. Þessir ávextir senda etýlen frá sér en það lætur gulræturnar eldast og rotna hraðar en ella.
Síðast en ekki síst – Það er hægt að frysta gulrætur. Skerðu þær í sneiðar, settu þær í sjóðandi vatn í smá stund og frystu síðan. Þá áttu alltaf ferskar gulrætur í matseldina.