Eyru hunda eru alveg sérstök, 12 vöðvar stýra eyranu, sem heyra hljóð mörgum sinnum betur en maðurinn. Hundar geta heyrt hljóð sem eru allt að 35000 Hz, en fullorðinn maður getur ekki heyrt hljóð sem eru hærri en 16000 Hz.
Frá fornu fari hefur hundurinn verið vinnudýr. Hann var notaður meðal annars sem varðhundur og til veiða. Hann hefur einnig verið notaður sem fjárhundur og í stríði. Síðustu kynslóðir hafa þó aðallega haldið hunda sem gæludýr.
Smá saga sem lýsir lyktarskyni hunda: Maður í gúmmístígvélum gengur í gegnum úthverfi London. Hann gengur framhjá fótboltavelli, það er hálfleikur og maðurinn heldur för sinni áfram. Daginn eftir er sporhundur látinn rekja slóðina. Hann rekur slóðina auðvitað til enda og finnur gúmmístígvélin. Hundar geta fundið lík í vatni á allt að 100 metra dýpi.
Hundurinn les þig eins og opna bók. Þú getur ekki leynt líkamsstjáningu þinni og hundurinn sér strax hvort þú ert glaður eða leiður, reiður eða hræddur. Þetta geta þeir á örrskotsstundu og þetta hefur gert þeim kleift að lifa með manninum.
Sambandið á milli eiganda og hunds er ekki ólíkt sambandi móður og barns. Rannsóknir sýna að hundurinn getur þjáðst af aðskilnaðarkvíða, hann gleðst þegar hann sér eigandann og hann vill helst vera með eigandanum.
Hundar eru góðir fyrir heilsuna, fyrir utan þau okkar sem eru með ofnæmi. Rannsóknir benda til þess að það geti haft góð áhrif á heilsuna að eiga hund. Þetta er að hluta til vegna þess að við hreyfum okkur meira ef við eigum hund, en einnig vegna þess að hundar hafa róandi áhrif á okkur.