fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 22:00

Myndin á að sýna Kamala borða úr lófa konu. Margir telja myndina þó ekki vera af Kamala, heldur sviðsetta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hafa heyrst sögur af börnum sem voru alin upp af dýrum. En auðvitað má velta fyrir sér hvort þessar sögur séu sannar eða bara helber uppspuni frá rótum.

Fyrir rúmlega 100 árum bárust fréttir af tveimur stúlkum sem bjuggu með úlfi, kvendýri, og flokki hennar í indverskum frumskógi. Þær fengu fljótt viðurnefnið „úlfabörnin“. Stúlkurnar, Kamala og Amala, voru aðeins 8 mánaða og 18 mánaða þegar þeim var bjargað frá úlfum í Midnapore.  Aldrei fékkst staðfest hvort þær væru skyldar en þær fundust 1920 hjá úlfaflokki sem verndaði þær.

Myndin á að sýna Kamala borða úr lófa konu. Margir telja myndina þó ekki vera af Kamala, heldur sviðsetta.

Þær voru fluttar í nálægan bæ og á munaðarleysingjahæli þar. Fylgst var með þeim eftir það og hvernig þeim tókst að laga sig aftur að mannlegu samfélagi. Í dagbók sína skrifaði prestur að nafni Singh, sá sem fann þær og fylgdist með þeim, að þær hafi í fyrstu hegðað sér eins og úlfar og hafi gengið á fjórum fótum og stundum bitið og klórað fólk. Amala lést 1921 og Kamala 1929. Hún lærði að ganga á tveimur fótum að því er segir í dagbók Singh. En líklega var ekki allt sem sýndist í þessu máli og margir halda því fram að hér hafi verið um helberan uppspuna að ræða hjá Singh. Bent hefur verið á að myndir sem eiga að vera af stúlkunum hafi verið teknar nokkrum árum eftir andlát þeirra.

Bjó með öpum

Marina Chapman segist hafa búið með öpum í fimm ár eftir að henni var rænt á barnsaldri. Hún segist hafa verið fjögurra ára þegar hún var skilin ein eftir í regnskógi í Kólumbíu. Hún fæddist þar en býr núna á Englandi.

Marina Chapman

Hún segir að sér hafi verið rænt úr garðinum við heimili sitt og skilin eftir ein í skóginum. Eftir það hafi hún aldrei hitt fjölskyldu sína. Hún þakkar öpum fyrir að hafa  bjargað lífi sínu og sérstaklega þakkar hún „afa apa“ fyrir að hafa bjargað lífi hennar eftir að hún borðaði eitraðan ávöxt. Hann hafi farið með hana niður að á og dýft henni ofan í vatnið hvað eftir annað. Síðan hafi hann látið hana liggja á árbakkanum og hósta þar til hún fór að kasta upp og losnaði þannig við eitrið úr líkamanum. Síðan hafi hann látið hana drekka vatn. Hún segist hafa sofið í holu tré í nokkur ár á meðan hún var hjá öpunum. Veiðimenn hafi síðan fundið hana og flutt til byggða. Hún skýrði frá reynslu sinni í bókinni „The Girl with No Name“. En eins og með sögu Amala og Kamala hafa margir efast um sannleiksgildi frásagnar Marina.

Úlfastrákurinn

Árið 1972 fannst fjögurra ára drengur, Shamdeo, í indverskum skógi. Hann var sagður hafa verið með sérstaklega oddhvassar tennur og langar fingurneglur. Hann hafi verið hrifinn af að veiða kjúklinga og drekka blóð. Hann var sagður hafa búið með úlfum og hafi verið að leika við unga úlfa þegar hann fannst.

Shamedo

 

 

 

Hann lést 13 árum eftir að hann fannst. Hann lærði ekki að tala en lærði smávegis táknmál.

Sujiit Kumar – „Kjúklingastrákurinn“

Árið 1978 fann starfsfólk barnaverndaryfirvalda á Fíjí strák læstan inni í hænsnakofa ásamt hænum. Þar hafði fjölskylda hans geymt hann í átta ár. Hann var fluttur á elliheimili þar sem hann dvaldi næstu 20 árin. Hann var mjög árásargjarn og því var hann oft bundinn fastur við rúmið sitt. Hann heitir Sujiit Kumar

Sujiit Kumar

 

 

 

 

 

 

 

Árið 2002 frelsaði Elizabeth Clayton hann af elliheimilinu og stofnaði góðgerðasamtök til aðstoðar börnum í neyð. Hún segir að hann hafi reynt að bíta hana fyrst þegar hún hitti hann og að þegar hann fékk að borða hafi hann stappað öðrum fætinum í gólfið og síðan goggað í matinn.

Hann hefur dvalið á heimili á vegum góðgerðasamtakanna þar sem hann nýtur umönnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög