fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Pressan
Laugardaginn 5. apríl 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið er góður tími fyrir illgresið og síður góður tími fyrir þá sem þurfa að skríða um garðinn sinn til að fjarlægja það. Margir grípa til þess ráðs að nota illgresiseyða en það er til önnur lausn sem byggist á náttúrulegu efni.

Ryan Anderson, sérfræðingur hjá Midwest Grows Green, sagði í samtali við Express að maísmjöl sé mjög gott þegar kemur að því að berjast við illgresi.

Leyndardómurinn að baki getu maísmjöls til að takast á við illgresi er maísglútenið. Þetta er aukaafurð sem fellur til við vinnslu maís. Glútenið heldur aftur af rótarmyndum jurta þegar þær eru á fræ stiginu. Þetta gerir að verkum illgresi, sem vex upp úr litlum fræjum, getur ekki skotið rótum.

Maísmjöl gerir einnig meira en að berjast gegn illgresi, því það inniheldur mikið af köfnunarefni sem kemur sér vel fyrir grasið.

En til að maísmjög virki sem best þá þarf að dreifa því á rétta tímapunktinum. Ef illgresið hefur náð að spíra áður en því er dreift, þá virkar það sem næring fyrir illgresið og þar með verður vandinn meiri. Anderson ráðleggur fólki því að dreifa maísmjölinu í byrjun apríl, þegar jarðvegur er um 10 gráðu heitur.

Þegar búið er að dreifa mjölinu á að vökva garðinn aðeins. Það er gert til að mjölið sígi niður í jarðveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Í gær

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum

Vísindamenn standa ráðþrota – Hunangsflugur drepast í hrönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle