Meðal þessara mistaka eru:
Of mikið er sett í hann – Ef ísskápurinn er stútfullur, þá lokast fyrir hringrás lofts í honum en það getur valdið ójafnri kælingu og því skemmist maturinn fyrr. Gættu þess að raða þannig í ísskápinn að loftið geti flætt óhindrað um hann og um matinn.
Röng hitastilling – Of hár hiti getur stytt endingartíma matvæla en of lágur hiti eykur orkunotkunina að óþörfu. Kjörhitastigið í ísskáp er um 5 gráður og 18 gráður í frystinum.
Þéttikantar – Slitnir eða skemmdir þéttikantar á hurðinni geta valdið því að loft lekur út. Það gerir að verkum að það verður erfiðara fyrir ísskápinn að halda því hitastigi sem hann á að gera. Farðu reglulega yfir þéttikantana og skiptu um ef þörf krefur.
Of nálægt hitauppsprettu – Ef ísskápurinn stendur of nærri ofni, uppþvottavél eða í beinu sólarljósi, þá verður erfiðara fyrir hann að halda hitastiginu niðri og þar með eykst orkunotkunin.
Skortur á afþíðingu – Margir nýlegir ísskápar eru með sjálfvirka afþíðingu en eldri skápa þarf að afþíða handvirkt. Fimm millimetra íslag í frystinum getur aukið orkunotkunina um allt að 10%.
Heitur matur – Ef heitur matur er settur inn í ísskápinn, þá hækkar hitastigið í honum og hann þarf því að leggja meira á sig til að viðhalda réttu hitastigi. Láttu matinn kólna niður í stofuhita áður en hann er settur inn í ísskáp.
Þrifinn of sjaldan – Matarleifar og sull geta valdið bakteríuvexti og slæmri lykt í ísskápnum. Það er því mikilvægt að þrífa ísskápinn reglulega að innan með mildum hreingerningarefnum.