Meðal þess sem þú þarft að fá þér að sögn hundasérfræðingsins Ben McFarlane er:
Bæli – Hann segir að það sé ekki nóg að henda bara púða á gólfið og kalla það bæli. Gott hvolpabæli þarf að vera mjúkt, hliðarnar eiga að veita stuðning og bælið má ekki vera of stórt því hvolpar elska öryggi og hluti af því er að finnast þeir vera umluktir veggjum. Gott ráð er að kaupa bæli sem er hægt að þvo því þú munt þurfa að þvo það oft.
Mat – Það segir sig auðvitað sjálft að það þarf að fóðra hvolpinn en slepptu því að gefa honum eitthvað tilfallandi „lífrænt ljúfmetis þurrfóður“, bara af því að það hljómar svo flott. Byrjaðu með fóður sem hvolpurinn er vanur. Ef þú vilt skipta um fóður, þá skaltu gera það hægt og rólega, því annars er hætt við að það komi stór gusa úr afturendanum. Ekki gleyma vatni, hvolpurinn á alltaf að geta fengið sér vatn og það má gjarnan skipta oft um vatn í skálinni hans.
Leikföng – Hvolpurinn þarf leikföng, því hvolpur án leikfanga, er nánast ávísun á að hann setji tennurnar í sófann eða aðra innanstokksmuni. Finndu leikföng sem passa fyrir aldur og stærð hvolpsins og passaðu að sum af leikföngunum séu til að naga.
Tauma og beisli – Þú þarft að fara út með hvolpinn og það þarf að kenna honum hvernig hann á að hegða sér í gönguferðum. Útvegaðu þér beisli sem passar vel á hann og taum sem er ekki of langur. Svo skaltu undirbúa þig fyrir fyrstu gönguferðirnar því líklega hafa hvorki hvolpurinn né þú hugmynd um hvað þið eruð að gera.
Pissumottur – Þangað til hvolpurinn lærir að hann á ekki að pissa eða kúka inni, þá er snjallt að vera með pissumottur eða eitthvað álíka inni. Þetta er auðvitað ekki mjög heillandi en á móti kemur að þetta getur komið í veg fyrir að hvolpurinn ákveðið að pissa í rándýra teppið þitt.
Það er frábært upplifun að eignast hvolp en það þarf að undirbúa komu hans vel og læra hvernig á að þjálfa hann og búa með honum. Þetta snýst ekki bara um að finna frábært nafn á hann og taka myndir til að birta á samfélagsmiðlum.