fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Bandarískur ferðamaður handtekinn fyrir afar heimskulegt uppátæki

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mykhailo Viktorovych Polyakov, 24 ára bandarískur ríkisborgari, hefur verið handtekinn eftir að hann gerði sér ferð til eyjarinnar North Sentinel í Bengalflóa. Eyjan er ein sú einangraðasta í heimi og er heimili ættbálks sem hefur engin tengsl við umheiminn.

Eyjan tilheyrir Andaman og Nicobar-eyjaklasanum og er hluti af Indlandi. Blátt bann er lagt við ferðum til eyjarinnar, bæði til að vernda ættbálkinn á svæðinu og þá sem gætu reynt að komast í snertingu við íbúa þar.

Skemmst er að minnast atviks árið 2018 þar sem bandaríski trúboðinn John Allen Chau var drepinn á eyjunni þegar hann reyndi að boða kristni á eyjunni.

Sjá einnig: Vopnaður biblíu gekk hann á land á eyjunni og var drepinn – Myndband

Í frétt Mail Online kemur fram að Polyakov hafi komið til hafnar í Port Blair, höfuðstað Andaman og Nicobar-eyja, þann 26. mars síðastliðinn og hann hafi haldið af stað á litlu sjófari í átt að North Sentinel þremur dögum síðar. Hann er sagður hafa komist á eyjuna síðastliðinn laugardag og blásið í flautu í þeirri von að vekja athygli íbúa þar.

Í frétt Mail Online, sem vísar í frétt The Press Trust of India, kemur fram að enginn hafi gefið sig fram. Hann er sagður hafa dvalið á sjófari sínu í um klukkustund en komið í land í um það bil fimm mínútur áður en hann hafði sig á brott. Tók hann upp myndband auk þess að skilja eftir kókoshnetu og kókdós fyrir ættbálkinn.

Polyakov hefur verið gagnrýndur harðlega vegna málsins. Í fyrsta lagi hafi hann sett sjálfan sig í stórkostlega hættu með uppátæki sínu en ekki síður sett ættbálkinn í stórhættu. Vegna einangrunar sinnar er ættbálkurinn afar viðkvæmur fyrir utanaðkomandi áreiti og gætu sjúkdómar á borð við mislinga og inflúensu gert út af við íbúa þar.

Lögregla telur að Polyakov hafi skipulagt ferð sína vandlega áður en hann lagði af stað í siglinguna sem tók um níu klukkustundir. Hann var handtekinn við komuna aftur til Andaman og Nicobar-eyja og lagði lögregla hald á sjófar hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum