fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Pressan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur missti foreldra sína og fimm ára systur í harmleiknum sem átti sér stað í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld.

Bíl var ekið í gegnum mannþröng á hátíð sem haldin er árlega af Filippseyingum um víða veröld með þeim afleiðingum að ellefu létust og fjölmargir særðust.

Pilturinn, Andy Le, ákvað að fara ekki á hátíðina þar sem hann þurfti að sinna heimanáminu sínu þetta kvöld. Þess í stað fóru foreldrar hans á hátíðina með fimm ára systur Andy og urðu þau öll fyrir bifreiðinni og létust af sárum sínum. Stúlkan, Katie Le, var að útskrifast úr leikskóla og átti að byrja í barnaskóla í haust.

Skömmu áður en harmleikurinn reið yfir fékk Andy SMS frá föður sínum sem tjáði honum að þau væru bráðlega að fara að leggja af stað heim.

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Andy á vefnum GoFundMe og hafa nú þegar tæplega 500 þúsund kanadískir dollarar safnast, eða rúmar 44 milljónir króna. Munu peningarnir fara í að greiða fyrir útfararkostnað og styðja við bakið á Andy í framtíðinni.

Maðurinn sem ók bifreiðinni, hinn þrítugi Kai-Ji Adam Lo, hefur verið ákærður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Í gær

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp