Þetta sýna nýjar tölur frá bandaríska lánveitandanum Lending Tree. CNBC skýrir frá þessu.
Niðurstaðan byggist á könnun sem var gerð í byrjun apríl meðal 2.000 bandarískra neytenda. Hún sýndi að helmingur þeirra hafði notað „greiða síðar“ möguleikann þegar verslað var, þar hafði hafði tæplega fjórðungur notað þennan möguleika þegar nauðsynjavörur voru keyptar.
Á síðasta ári var hlutfallið 14%. 2023 var hlutfallið 23%.
Matt Schulz, aðalgreinandi hjá Lending Tree, sagði að margir berjist í bökkum og leiti leiða til að bæta fjárhag sinn. Verðbólgan sé enn vandamál og vextirnir séu virkilega háir. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja þetta vera merki um samdrátt en sagðist ekki reikna með að tölurnar batni. „Ég held að þetta versni, að minnsta kosti til skamms tíma litið,“ sagði hann.