fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 12:30

Díana prinsessa og Freddie Mercury

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Díana prinsessa fór einu sinni huldu höfði í drag til að laumast inn á hommabar í London með Freddie Mercury, söngvara Queen.

Í bókinni Dianaworld: An Obsession sem kemur út þriðjudaginn 6. maí rifjar rithöfundurinn Edward White upp þetta goðsagnakennda kvöld. People greinir frá kaflanum og segir í útdrætti White að Díana hafi stundað „leynd næturatvik sem hafi gegnt mikilvægu hlutverki þar sem Díana opinberaði leyndar hliðar á sínu sanna sjálfi.“

White segir besta dæmið vera þegar Díana heimsótti einn þekktasta hommabar London. White vitnar í gamanleikkonuna Cleo Rocos, sem vingaðist við Díönu seint á níunda áratugnum og var viðstödd umrætt kvöld, líkt og útvarpsmaðurinn Kenny Everett, sem var fyrsti plötusnúðurinn til að spila lag Queen Bohemian Rhapsody.

Kenny Everett

„Á einhverjum tímapunkti um kvöldið hafi Díana sannfært þá um að fara með hana á Royal Vauxhall Tavern, stað sem Everett varaði við að væri „ekki fyrir þig … fullur af loðnum hommum“, segir Rocos.

Díana var hins vegar ákveðin, svo Everett hjálpaði henni að dulbúa sig í „hermannajakka í felulitum, leðurhúfa huldi hárið og dökk flugmannasólgleraugu. Þegar við skoðuðum hana í dimmu ljósi, ákváðum við að þekktasta manneskja samtímans gæti litið út fyrir að vera bara illa klædd samkynhneigð karlfyrirsæta.“

White heldur því fram að áætlunin „virtist virka,“ og hann vitnar í Rocos þegar hann skrifar: „Þetta var stórkostlega svívirðilegt og svo furðulega spennandi…enginn, nákvæmlega enginn, þekkti Díönu.“ Samkvæmt White, „kíkti hópurinn í einn drykk og fór.“ Díana sneri aftur til Kensingtonhallar og sendi karlmannsfötin til Everett daginn eftir.

Þrátt fyrir að hann viðurkenni að „sagan hljómi langsótt,“ bendir White á að „það eru til aðrar, aðeins minna stórkostlegar sögur um Díönu þegr hún dulbjó sig á kvöldin, eins og þegar hún fylgdi Hasnat Khan á djassbarinn hans Ronnie Scott í Soho, þar sem prinsessan huldi sig undir hárkollu og gleraugum.“

White bendir á að „sagan af Díönu í dragi í Royal Vauxhall Tavern hefur verið nefnd sem dæmi um tengsl hennar við samkynhneigða samfélagið og myndlíking fyrir leit hennar að fjölskyldu þar sem henni fannst hún sannarlega samþykkt.“

Cleo Rocos

Í viðtali sem birt var fyrr í þessum mánuði sagði Rocos, sem var sérstaklega náin Everett, hvað leiddi til kvöldsins í Royal Vauxhall Tavern.

„Við fengum okkur góðan hádegisverð á Bombay Brasserie í London. Díana vildi alltaf vita hvað væri að gerast í sýningarheiminum og við vildum alltaf vita hvað væri að gerast heima hjá henni. Við vorum öll vön að öskra af hlátri,“ sagði Rocos í viðtali við Mirror UK.

„Venjulega fór Díana heim eftir hádegismat. En þennan dag kom hún aftur heim til Kenny. Ég fór inn í eldhús til að búa til fleiri kokteila. Díana hafði sparkað af sér skónum og hún og Kenny voru að dansa við Gypsy Kings. Kenny hringdi í Freddie Mercury og sagði: „Di er hér. Komdu! Við erum að horfa á The Golden Girls“.

Segir Rocos að Díana hafi spurt hvað hópurinn ætlaði að gera seinna um kvöldið og hverju þeir ætluðu að vera í.

„Bróðir minn var stríðsljósmyndari í El Salvador á þeim tíma. Hann hafði gefið mér felujakkann sinn og Kenny ætlaði að fá hann lánaðan. En Díana fór í jakkann og hann passaði henni vel,“ minntist hún á og bætti við að Everett „hafi dregið fram leðurderhúfu“ áður en Mercury „gaf henni nokkur sólgleraugu“. „Við vorum öll að hlæja og hún sagði: „Ég vil líka koma.“ Við héldum að hún væri að grínast. Kenny sagði: „Við erum að fara á stað þar sem það eru stórir, loðnir menn – og þeir slást.“

Mercury var hlynntur því að Díana kæmi með hópnum, þar sem hann sagðist hafa hvatt vin sinn: „Leyfðu stelpunni að skemmta sér.“

Segir Rocos að Díana hafi svarað að hún myndi stoppa þann tíma sem tæki að fá sér eitt glas.

Þó hún hafi dvalið í um það bil 20 mínútur á staðnum bar engin kennsl á hana.

„Díana leit bara út eins og kærasti Freddie, glæsileg karlkyns fyrirsæta, og hún elskaði það,“ segir Rocos.

Og með fötunum sem hún sendi til baka daginn eftir var „miði þar sem stóð að hún hefði skemmt sér stórkostlega“.

Díana skildi við Karl Bretaprins, nú konung, í ágúst 1996. Hún lést ári síðar í bílslysi í París, 36 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Í gær

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol