Virginia lést á föstudagskvöld á heimili sínu í Ástralíu en hún var ein af þeim fyrstu til að saka bandaríska auðkýfinginn og kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein um að hneppa sig í kynlífsmansal.
Giuffre öðlaðist heimsfrægð þegar hún sakaði Andrés Bretaprins um að vera meðal þeirra sem beittu hana kynferðislegu ofbeldi á meðan hún var föst í viðjum Epstein. Andrés neitaði ásökununum en gerði það með svo ótrúverðugum hætti að hann neyddist á endanum til að draga sig í hlé frá konunglegum skyldustörfum.
Fjölskylda hennar sagði í tilkynningu um helgina að misnotkunin sem hún varð fyrir hafi á endanum einfaldlega orðið of þung byrði fyrir hana.
Sjá einnig: Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Karrie ræddi við blaðamenn fyrir utan heimili Virginiu í morgun þar sem hún svaraði meðal annars fyrir samsæriskenningar sem komið hafa fram eftir andlátið. Hafa ýmsir sett andlát hennar í samhengi við andlát Jeffrey Epstein sem lést við dularfullar kringumstæður í fangelsi í New York árið 2019.
Karrie segist hafa átt í samskiptum við Virginiu skömmu fyrir andlát hennar og ekkert hafi bent til þess að hún væri í sjálfsvígshugleiðingum.
„Það voru engin merki um að hún hefði þetta í hyggju […] Okkur er öllum mjög brugðið. Ef eitthvert okkar hefði grunað að hún hefði þetta í hyggju hefðum við brugðist við og komið henni undir læknishendur. Þegar ég fékk símtalið var ég bara: „Ertu að grínast?“ Því það var ekkert sem benti til að þetta væri í vændum.“
Karrie sagðist ekki vilja tjá sig sérstaklega um samsæriskenningar. „Ég vil ekki tjá mig um hluti fyrr en sönnunargögn koma fram. Lögregla hefur ekki sagt mér neitt, nema að kringumstæður hafi ekki verið grunsamlegar og að þetta hafi verið sjálfsvíg eða óhapp.“