Sérstök kvennaklósett voru sett upp í tengslum við hlaupið til að stytta biðtímann eftir að geta kastað af sér vatni. En þvagið, sem konurnar skiluðu af sér, var ekki látið fara til spillis því það var unnið og úr því búin til öruggur og áhrifaríkur áburður fyrir hveititegundir.
The Independent segir að markmiðið hafi verið að safna 1.000 lítrum af þvagi með þessum hætti og verður það allt notað við tilraunir á áburðinum en þær verða gerðar á ökrum. Verða áhrif hans á vöxt hveitis rannsökuð.
Þetta magn þvags getur líklega gagnast við ræktun á hveiti sem dugir í tæplega 200 brauðhleifa.
Markmiðið er síðan að geta nýtt þvagið, sem fólk kastar af sér á stórum viðburðum, í áburð. Ef það hefði verið gert í Lundúnamaraþoninu á síðasta ári, þar sem 53.700 hlupu, hefði verið hægt að baka 3.142 brauðhleifa úr korninu sem hefði notið góðs af þvaginu.
Susan Farrell, stjórnandi hlaupsins, sagði í samtali við The Independent að það sé frábært að geta notað þvag hlaupakvenna fyrir góðan málstað.