fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 22:30

Galina með föður sínum, Jon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein í Kaliforníu í Bandaríkjunum heldur því fram að faðir hennar sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar. Konan sem um ræðir heitir Galina Trefil og skrifaði hún færslu á Facebook fyrir um mánuði sem vakti gríðarlega athygli.

Í færslunni sagði hún að faðir hennar, hinn 86 ára gamli Jon Trefil, fyrrverandi geðlæknir, hafi játað að hafa myrt yfir 400 einstaklinga í Bandaríkjunum og Evrópu yfir nokkra áratugi. Í umfjöllun SFGate kemur fram að lýsingar Galinu hafi verið býsna skuggalegar og lýsingar á „morðkofum“ og þeim aðferðum sem hann notaði við morðin.

Yfir 16.000 manns deildu færslu Galinu en í umfjöllun SFGate kemur fram að lögregla efist stórlega um sannleiksgildi frásagnarinnar. Eftir að hafa skoðað málið vandlega ofan í kjölin bendi fátt til þess að hinn aldraði fyrrverandi geðlæknir hafi verið sá raðmorðingi sem dóttir hans heldur fram. Þá er bent á að Galina hafi reynt fyrir sér sem hryllingsbókahöfundur.

Þrátt fyrir þessar efasemdir segist Galina standa við frásögn sína og bendir hún á að lögregla hafi ekki skoðað sönnunargögn sem geta varpað ljósi á sekt föður síns. Má þar nefna dagbókarskrif hans og upptökur frá honum. „Þeir eru ekki að sinna starfi sínu,“ segir hún.

Hún segir að hann hafi fyrst játað að hafa verið raðmorðingi árið 2015, eða um það leyti sem hann fór að sýna einkenni þess að hann væri með Parkinson‘s-sjúkdóminn. Í kjölfarið segist hún hafa tekið fjölda viðtala við hann þar sem hann játar á sig fyrrnefnda glæpi.

Löggæsluyfirvöld segja hins vegar að upptökurnar sýni lítið annað en mann sem er vart með réttu ráði og gefur óljós svör. Ekkert sé að finna í þeim sem staðfesti að raunverulegir glæpir hafi átt sér stað. Þá kemur fram í umfjöllun SFGate að lögregla hafi gert leit á meintum grafreitum sem Galina benti á, en þar hafi ekkert fundist. Þá tókst lögreglu ekki að tengja ákveðið lykilmál frá 1974, sem átti að hafa DNA-sönnunargögn, við föður hennar. Og þar við situr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Í gær

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dómsdagsmamman sakfelld fyrir annað morð

Dómsdagsmamman sakfelld fyrir annað morð