Alexandra var blaðakona og síðar glæpasagnahöfundur, en bók hennar My Russian Mother-in-Law and Other Catastrophes, sem kom út árið 2012, var í margar vikur á metsölulista þýska blaðsins The Spiegel. Hún fylgdi bókinni eftir með tveimur öðrum sögum sem einnig fengu góðar viðtökur.
Í frétt Guardian kemur fram að sonur Alexöndru hafi komið að henni látinni þegar hann hugðist heimsækja hana að morgni þriðjudagsins.
Lögregla telur að Alexandra, sem var 58 ára, hafi látist nokkrum klukkustundum áður en hún fannst en heimildarmenn innan lögreglunnar segja að hún hafi verið skotin til bana.
Enginn hefur verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og hefur lögregla lýst eftir hugsanlegum vitnum að grunsamlegum mannaferðum á þessum slóðum.
Alexandra lætur eftir sig þrjú uppkomin börn.