fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Dularfullt andlát glæpasagnahöfundar

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Hamburg í Þýskalandi rannsakar nú dauða Alexöndru Fröhlich sem fannst látin um borð í húsbáti á fljótinu Elbe, eða Saxelfi, í síðustu viku.

Alexandra var blaðakona og síðar glæpasagnahöfundur, en bók hennar My Russian Mother-in-Law and Other Catastrophes, sem kom út árið 2012, var í margar vikur á metsölulista þýska blaðsins The Spiegel. Hún fylgdi bókinni eftir með tveimur öðrum sögum sem einnig fengu góðar viðtökur.

Í frétt Guardian kemur fram að sonur Alexöndru hafi komið að henni látinni þegar hann hugðist heimsækja hana að morgni þriðjudagsins.

Lögregla telur að Alexandra, sem var 58 ára, hafi látist nokkrum klukkustundum áður en hún fannst en heimildarmenn innan lögreglunnar segja að hún hafi verið skotin til bana.

Enginn hefur verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og hefur lögregla lýst eftir hugsanlegum vitnum að grunsamlegum mannaferðum á þessum slóðum.

Alexandra lætur eftir sig þrjú uppkomin börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu