fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 17:30

Það væri ekki amalegt að eiga nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fundu Kínverjar risastór gulllind í Hunan-héraði. Hún heitir Wangu og er að mati margra jarðfræðinga stærsta gulllind heims. Talið er hugsanlegt að allt að 1.000 tonn séu í lindinni. Verðmæti þess er á núvirði sem svarar til 10.500 milljarða króna.

Þetta mikla gullmagn gæti raskað valdajafnvægi heimsins og gert lífið erfiðara fyrir Donald Trump í miðju tollastríði hans gegn heimsbyggðinni.

Trump hefur lagt 145% toll á kínverskar vörur og því hafa Kínverjar svarað með því að leggja 125% toll á bandarískar vörur.

Trump hefur veðjað á að Kínverjar láti fyrst undan í þessar tolla-störukeppni en gullfundurinn mikli gæti raskað þessari fyrirætlun Trump.

Liu Yongjun, aðstoðarforstjóri kínversku jarðfræðistofnunarinnar, segir að gullfundurinn geti margeflt kínverskt efnahagslíf.

Ef Kínverjum tekst að sýna fram á að um 1.000 tonn af gulli séu í lindinni, þá standa þeir uppi sem nýju stjörnurnar á efnahagssviði heimsins og Trump situr eftir með tolla og innantóm loforð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna