Þetta mikla gullmagn gæti raskað valdajafnvægi heimsins og gert lífið erfiðara fyrir Donald Trump í miðju tollastríði hans gegn heimsbyggðinni.
Trump hefur lagt 145% toll á kínverskar vörur og því hafa Kínverjar svarað með því að leggja 125% toll á bandarískar vörur.
Trump hefur veðjað á að Kínverjar láti fyrst undan í þessar tolla-störukeppni en gullfundurinn mikli gæti raskað þessari fyrirætlun Trump.
Liu Yongjun, aðstoðarforstjóri kínversku jarðfræðistofnunarinnar, segir að gullfundurinn geti margeflt kínverskt efnahagslíf.
Ef Kínverjum tekst að sýna fram á að um 1.000 tonn af gulli séu í lindinni, þá standa þeir uppi sem nýju stjörnurnar á efnahagssviði heimsins og Trump situr eftir með tolla og innantóm loforð.