fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 15:30

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem neyta áfengis í hófi, eru í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var gerð af Behavioural Insights Team fyrir Alcohol Change UK.

Sky News skýrir frá þessu að í rannsókninni hafi drykkjuvenjur rúmlega 4.000 fullorðinna Breta verið rannsakaðar.

Niðurstaðan var að fólk sem neytir áfengis innan þeirra marka sem bresk heilbrigðisyfirvöld telja hófleg, glímir við lakari heilsu en þeir sem drekka ekki.

Þegar samanburður var gerður á þessu fólki og þeim sem drekka ekki áfengi, þá kom í ljós að líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum jukust úr 1% í 5% ef fólk neytti áfengis. Hvað varðar krabbamein, þá jukust líkurnar úr 1% í 4%.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir sem drukku lítið áfengi sögðust finna fyrir minni svefngæðum, verri frammistöðu í hinu daglega lífi og hugsanlega verri tannheilsu í samanburði við þá sem drekka ekki áfengi.

Rúmlega 30 milljónir Breta teljast til hófdrykkjufólks og hvetja Alcholo Change UK samtökin fólkið til að endurskoða drykkjuvenjur sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna