Sky News skýrir frá þessu að í rannsókninni hafi drykkjuvenjur rúmlega 4.000 fullorðinna Breta verið rannsakaðar.
Niðurstaðan var að fólk sem neytir áfengis innan þeirra marka sem bresk heilbrigðisyfirvöld telja hófleg, glímir við lakari heilsu en þeir sem drekka ekki.
Þegar samanburður var gerður á þessu fólki og þeim sem drekka ekki áfengi, þá kom í ljós að líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum jukust úr 1% í 5% ef fólk neytti áfengis. Hvað varðar krabbamein, þá jukust líkurnar úr 1% í 4%.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir sem drukku lítið áfengi sögðust finna fyrir minni svefngæðum, verri frammistöðu í hinu daglega lífi og hugsanlega verri tannheilsu í samanburði við þá sem drekka ekki áfengi.
Rúmlega 30 milljónir Breta teljast til hófdrykkjufólks og hvetja Alcholo Change UK samtökin fólkið til að endurskoða drykkjuvenjur sínar.