NASA birti myndina undir fyrirsögninni „ ‚Óvenjuleg hola á Mars“ og segir að hún geti hugsanlega verið inngangurinn að stóru hellakerfi þar sem skjól sé fyrir hinu gríðarlega erfiðu lífsskilyrðum á yfirborði Mars.
NASA segir að nokkrar holur séu á þessu sama svæði en aðeins ein þeirra sýni eitthvað annað en dimmt, rykugt landslag eins og einkenni Mars.
„Óvenjulegasta holan er efst til hægri, er um 100 metrar í þvermál og virðist ná niður á lægri stig,“ segir NASA.
Hitastigið á Mars er mjög öfgakennt, mikill kuldi og hiti til skiptis, og þess utan er mikil geislun á yfirborðinu. Því eru hellar eða göng neðanjarðar kjörnir staðir fyrir hugsanlegt líf á plánetunni eða sem framtíðarhíbýli geimfara.