fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 13:30

Hér sést holan. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný mynd frá Mars sýnir djúpa, hringlaga holu. Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja að þetta geti verið op niður í neðanjarðargöng/hella þar sem ekki sé útilokað að líf sé að finna.

NASA birti myndina undir fyrirsögninni „ ‚Óvenjuleg hola á Mars“ og segir að hún geti hugsanlega verið inngangurinn að stóru hellakerfi þar sem skjól sé fyrir hinu gríðarlega erfiðu lífsskilyrðum á yfirborði Mars.

NASA segir að nokkrar holur séu á þessu sama svæði en aðeins ein þeirra sýni eitthvað annað en dimmt, rykugt landslag eins og einkenni Mars.

„Óvenjulegasta holan er efst til hægri, er um 100 metrar í þvermál og virðist ná niður á lægri stig,“ segir NASA.

Hitastigið á Mars er mjög öfgakennt, mikill kuldi og hiti til skiptis, og þess utan er mikil geislun á yfirborðinu. Því eru hellar eða göng neðanjarðar kjörnir staðir fyrir hugsanlegt líf á plánetunni eða sem framtíðarhíbýli geimfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna