Lóin, sem safnast í síuna í þurrkaranum, er blanda af örsmáum trefjum úr fatnaði, rykögnum, hári og hugsanlega feldi gæludýrsins (ef það eru gæludýr á heimilinu).
Meneerfaes segir að ef lóin komi aðallega frá bómull og ull, ekki gerviefnum á borð við pólýester og nælon, þá geti hún gert kraftaverk í garðinum.
Það er hægt að setja hana í botninn á blómapottum en það gerir moldinni erfiðara fyrir við að síga niður og plöntunar halda rakanum betur.
Það er líka hægt að nota lóna í baráttunni gegn illgresi. Ef þú stráir smávegis ló við plönturnar getur það komið í veg fyrir að illgresi nái að skjóta rótum.
En ló, sem inniheldur trefjar úr gerviefni, inniheldur örplast sem getur mengað jarðveginn og skaðað dýralífið. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvað efni eru í lónni, þá skaltu ekki nota hana í garðinum.