Það þarf auðvitað að þrífa tannburstann því hann verður nú heldur subbulegur ef hann stendur lengi ónotaður. Þú þarft þó ekki að örvænta því það er hægt að þrífa hann á einfaldan og þægilegan hátt með því einu að setja hann í uppþvottavél.
Tannburstinn fer upp í munninn daglega og síðan stendur hann oft, eða liggur, í rökum umhverfi sem er ekki svo huggulegt þegar maður hugsar út í það.
Lausnin er einfaldlega að skella burstanum í uppþvottavélina öðru hvoru. Það er bara að skella honum í hnífaparaskúffuna og láta hann rúlla í gegnum þvottaprógramm með leirtauinu. Þetta hreinsar hann miklu betur en að setja hann undir bununa úr krananum.
Ef þú vilt þrífa hann enn betur, þá er hægt að sjóða vatn, hella því yfir hausinn og láta hann standa í sjóðandi vatninu í eina mínútu. Bakteríurnar leggja hið snarasta á flótta.