Sérfræðingar segja að það þurfi að þvo flöskurnar eftir hverja notkun til að koma í veg fyrir bakteríusöfnun og myglu. Þetta kemur fram á vefnum marthastewart.com.
Það er í sjálfu sér ekki svo erfitt að þvo flöskurnar, þetta er bara spurning um að koma því inn í rútínu. Það þarf bara að nota venjulegan uppþvottalög, lyftiduft, flöskubursta, tannbursta, pípuhreinsara og hvítt edik. Það þarf að tæma flöskuna og taka eins mikið í sundur og hægt er áður en hún er þvegin.
Fólki er ráðlagt að skola flöskuna með heitu vatni, þvo hana með sápuvatni og nota flöskuburstann til að ná inn í alla króka og koma. Síðan á að skola hana og láta hana þorna alveg áður en hún er sett saman á nýjan leik. Ef hún má fara í uppþvottavél, þá er um að gera að setja hana í vélina.