fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Pressan
Laugardaginn 26. apríl 2025 22:00

Hér er konan leidd á brott af lögreglumönnum eftir að hún var handtekin. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona er í haldi lögreglunnar í Maranhao í Brasilíu, grunuð um að hafa eitrað fyrir sjö ára dreng með því að gefa honum eitruð páskaegg. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést af völdum eitrunar.

Luís Fernando, sjö ára, veiktist eftir að hafa borðað súkkulaðiegg og var fluttur á sjúkrahús í skyndi á skírdag. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir komuna þangað.

The Independent segir að lögreglan sé að rannsaka hvort „afbrýðisöm kona“ hafi sent eggin heim til hans. Hún er í haldi lögreglunnar.

Fljótlega eftir að Luís kom á sjúkrahúsið, byrjaði móðir hans, Mirian Lira, að sýna einkenni eitrunar þegar hendur hennar urðu fjólubláar og hún átti erfitt með andardrátt. Hún og 13 ára dóttir hennar liggja þungt haldnar á sjúkrahúsi að sögn lögreglunnar.

Eggin voru send heim til fjölskyldunnar með skilaboðunum: „Ástarkveðjur til Mirian Lira. Gleðilega páska“.

Naiza Lira, systir Mirian, sagði að ekkert hafi komið fram um frá hverjum eggin voru.

Síðan hafi kona hringt í Mirian og spurt hvort hún hefði fengið eggin. Þegar hún spurði konuna hver hún væri, svaraði hún: „Þú kemst að því,“ og lagði á.

Konan, sem er í haldi, er 35 ára og er fyrrum unnusta nýs unnusta Mirian.

Hún er sögð hafa notað hárkollur þegar hún keypti eggin í stórmarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 5 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn