Flestir hundaeigendur geta eflaust svarað þessu játandi. En hvað á sér stað í höfði hundsins þegar við skiljum hann eftir einan?
Heimurinn án þín? Nei takk! – Í huga hundsins þá er eigandi hans miðpunktur alheimsins. Þegar þú hverfur út um dyrnar án þess að kveðja getur það valdi svolítilli tilvistarkreppu fyrir hundinn. Margir hundar glíma við aðskilnaðarkvíða sem getur valdið óþægilegum tilfinningum hjá þeim. Þeir geta farið að gelta, væla, krafsa í dyrnar eða tæta jafnvel sófann í sig. Þetta getur verið þeirra leið til að segja: „Halló! Hvar ertu?“
Sem betur fer er hægt að gera aðskilnaðinn minna dramatískan og öruggari og betri fyrir ykkur báða.
Það er hægt að þjálfa hundinn í að vera einn. Byrjaðu með að stuttum æfingum þar sem þú ferð til dæmis út með ruslið eða sækir póstinn og skilur hundinn eftir einan. Gerðu þetta eins eðlilega og þú getur og láttu þetta líta út fyrir að vera hversdagslegan hlut.
Það er líka hægt að skilja eitthvað eftir, til dæmis bol eða teppi, með lyktinni þinni. Þetta er eiginlega eins og að láta hundinn hafa hluta af þér á meðan þú ert í burtu.
Sumir hundar bregðast vel við róandi rútínu á borð við að fá smá hundanammi, róandi tónlist eða leikföng sem örva heilann á meðan þú ert ekki heima.
Ef hundurinn þinn þjáist mikið við aðskilnaðinn frá þér, þá getur verið góð hugmynd að fá atferlissérfræðing eða dýralækni til að hjálpa.