Washington Post skýrir frá þessu og segir að erlendum ferðamönnum hafi einnig fækkað í febrúar miðað við febrúar á síðasta ári.
Blaðið byggir þessa frétt sína á tölum frá International Trade Administration sem heyrir undir viðskiptaráðuneytið.
Í mars fækkaði ferðamönnum frá Vestur-Evrópu um 17%, 24% frá Mið-Ameríku og 11% frá Kína.
Þýska fréttastofan dpa segir að þýskum ferðamönnum hafi fækkað um 28% í mars miðað við sama tímabil 2024.
Áströlskum ferðamönnum fækkaði um 7% sem er mesta fækkun síðan í mars 2021 en þá geisaði heimsfaraldur kórónuveirunnar.