fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 03:10

Hetjan Bufor. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku ráfaði tveggja ára drengur frá heimili sínu í Yavapai County í Arizona í Bandaríkjunum. Mikil leit var gerð að drengnum en hann fannst ekki fyrr en daginn eftir þegar hann ráfaði inn á landareign bónda eins.

Drengurinn hafði þá gengið um 10 kílómetra um svæði þar sem fjallaljón ráða ríkjum. Það var hundur sem fann hann og fékk hann með sér heim á landareign bóndans að sögn lögreglunnar.

Það liðu 16 klukkustundir frá því að tilkynnt var um hvarf drengsins þar til hann fannst. Þá hringdi bóndinn, sem heitir Scottie Dunton og býr í um 10 km fjarlægð frá heimili drengsins, í lögregluna og sagði að hundurinn hans, Buford, hafi komið heim með drenginn.

„Ég var að fara að heiman og hafði heyrt um týnda barnið. Þegar ég ók eftir heimkeyrslunni sá ég að hundurinn minn sat við hliðið. Ég leit upp og sá lítið barn standa við hliðina á honum,“ sagði Dunton að sögn Sky News.

Hann sagði að Buford sé venjulega á ferð um landareignina til að halda sléttuúlfum fjarri. „Hann elskar börn og ég get ekki ímyndað mér að hann hefði skilið hann eftir einan,“ sagði Dunton.

Hann sagðist hafa róað drenginn, sem var í náttbuxum og vesti, sem hafi síðan sagt honum að hann hafi „legið undir tré“ um nóttina þar til Buford fann hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann