En þeir sem starfa hjá samgönguráðuneytinu geta slakað aðeins meira á en aðrir því grunur leikur á að Musk hlífi ráðuneytinu við niðurskurði og sparnaði því það kemur sér vel fyrir SpaceX fyrirtæki hans sem stendur fyrir geimferðum. The Guardian skýrir frá þessu.
Børsen segir að talið sé að 216.000 opinberir starfsmenn hafi verið reknir úr starfi í mars. En starfsfólk, sem hefur eitthvað með geimferðaverkefni Musk að gera, hefur verið hlíft við niðurskurðarhnífnum. Þetta telja margir sýna að Musk gæti vel að eigin hagsmunum á meðan aðrir séu látnir taka pokann sinn.