fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Osgood, 55 ára fangi á dauðadeild í Alabama í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gær. Osgood var dæmdur til dauða fyrir nauðgun og morð á hinni 44 ára gömlu Tracy Brown.

Tracy fannst látin á heimili sínu þann 23. október 2010 eftir að samstarfskona hennar hafði samband við lögreglu og lýsti áhyggjum sínum af því að hún hefði ekki mætt til vinnu fyrr um daginn.

Kærasta James á þessum tíma, Tonya Vandyke, var dæmd í lífstíðarfangelsi vegna málsins en hún var frænka Brown og tók þátt í ofbeldinu gegn Tracy.

Dauðadómurinn í málinu féll árið 2014 og ákvað James að freista þess ekki að fá honum breytt, enda ætti hann skilið að gjalda fyrir glæp sinn með lífi sínu.

Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama Osgood baðst hann afsökunar á gjörðum sínum. „Tracy, ég biðst afsökunar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“