fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Pressan
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn eru ekkert alltof sáttir með forsetann sinn, Donald Trump, sem þó hefur aðeins setið í embætti í tæpa 100 daga. Óánægjan er farin að sjást vel í skoðanakönnunum og jafnvel Fox-fréttastofan, sem þykir hafa hressa hægri slagsíðu í fréttaflutningi og fjallar jafnan um Trump og ríkisstjórn hans með jákvæðum hætti, hefur nú viðurkennt að Trump mælist með minni stuðning en forverar hans í embætti mældust með eftir tæpa 100 daga í embætti.

Nýjasta könnun Fox sýndi að aðeins 44% Bandaríkjamanna styðja Trump sem er 5 prósentum minna en hann mældist með í síðasta mánuði. Trump mun hafa setið 100 daga í embætti þann 30. apríl. Eftir tæpa 100 daga í embætti, á sínu fyrra kjörtímabili, mældist Trump með 45% stuðning.

Samkvæmt könnun Fox sögðust 55% svarenda vera óánægðir með frammistöðu Trump í embætti og tæplega 60% sögðust óánægð með hvernig Trump hefur tekist á við verðbólgu og tolla, en aðeins þriðjungur sagðist styðja nálgun forsetans. 56% sögðust almennt vera ósátt við hvernig Trump hefur tekist á við efnahagsmál á meðan 38% sögðust ánægðir.

71% svarenda sögðu að efnahagur landsins væri í krísu og 55% sögðu að aðstæður væru að versna fyrir fjölskyldur þeirra. Rétt rúmlega helmingur svarenda taldi að Trump væri beinlínis að skaða efnahag landsins til skemmri og lengri tíma.

„Nú þegar við förum frá einni ríkisstjórn til annarrar, og ríkisstjórn Trump er enn að reyna að koma undir sig fótunum, þá finnst mörgum að leiðtogar okkar séu ekki að bregðast við helstu áhyggjumálum kjósenda,“ sagði Daron Shaw, sem vann að könnuninni, í samtali við Fox.

Trump lætur þó könnunina ekkert á sig fá. Hann skrifaði á samfélagsmiðla að könnunarfyrirtæki hefðu ítrekað vanmetið hann. „Þessi könnunaraðili hefur vanmetið mig og MAGA-hreyfinguna árum saman.“

The Hill greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949