Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Hegseth, hefur aðeins setið í rétt tæpa þrjá mánuði í embætti en hefur engu að síður ítrekað verið sakaður um að vera starfi sínu ekki vaxinn. Nú er í gangi hneyksli sem hefur fengið viðurnefnið Signalgate 2.0 en þar er ráðherrann í annað sinn sakaður um að hafa farið frjálslega með hernaðarleyndarmál og meðal annars deilt trúnaðarupplýsingum með óviðkomandi aðilum á borð við eiginkonu, bróður og lögmann sinn.
NPR greindi frá því um helgina að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri með það til skoðunar að skipta Hegseth út og væri farinn að leita að arftaka hans. Hvíta húsið hélt því þó fram að þarna væri falsfrétt á ferðinni og Trump lýsti fyrr í vikunni yfir fullum stuðningi við Hegseth sem hann segir standa sig vel í embætti.
Ekki virðast vinir Trump og fyrrum samstarfsfélagar Hegseth á Fox-fréttastofunni þó hafa fengið minnisblaðið. Þáttastjórnandi Fox&Friends gerði nefnilega þau mistök í gær að vísa til Hegseth sem fyrrverandi varnarmálaráðherra. Þessi mismæli vöktu gífurlega athygli. Vissi þáttastjórnandinn, Brian Kilmeade, eitthvað sem almenningur veit ekki? Stendur til að skipta Hegseth út? Eða var Kilmeade bara úti að aka?
Aðrir hafa þó bent á að Kilmeade var að kynna Hegseth inn í þáttinn og mögulega hafi hann bara hreinlega mismælt sig þar sem hann ætlaði að taka fram að Hegseth hafi starfað hjá Fox áður en hann tók við embætti.
„Hér til að koma hlutunum á hreint er fyrrverandi ráðherrann – núverandi varnarmálaráðherra Peta Hegseth og fyrrum þáttastjórnandi Fox&Friends“
Þetta var þó líklega óheppilegasta tímasetningin til að mismæla sig með þessum hætti í ljósi þess hversu margir eru nú að kalla eftir afsögn ráðherrans. Hegseth lét þetta þó ekkert á sig fá heldur útskýrði í löngu máli hvernig hann hafi ekki gerst sekur um nokkurn skapaðan hlut og að aðförin gegn honum væri á vegum fyrrum starfsmanna ráðuneytisins sem væru ósáttir við starfslok sín. Lofaði Hegseth því að hafa uppi á þessum aðilum og sækja þá til saka fyrir að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla.
Fox: Here to set the record straight himself, the former— uh… the current Secretary of State, Pete Hegseth pic.twitter.com/Jdi8G8npCD
— FactPost (@factpostnews) April 22, 2025
BREAKING: In an epic, Freudian-slip moment, Fox News' Brian Kilmeade introduces problematic Secretary of Defense Pete Hegseth as "former Secretary."
Oops.pic.twitter.com/6DWw4hACDf
— Really American 🇺🇸 (@ReallyAmerican1) April 22, 2025