fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Pressan
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almenningsálit í Bandaríkjunum snerist hratt gegn Ásu Guðbjörgu Ellerup, fyrrverandi eiginkonu meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, eftir að hún viðraði þá kenningu sína að lögregla sé að freista þess að gera fyrrverandi mann hennar að blóraböggli til að fela eigin mistök.

Ása sagði í samtali við The Daily Mail fyrir viku síðan að eftir að hún horfði á nýja heimildarþætti Netflix, Gone Girls, sem fjalla um morðin sem fyrrverandi maður hennar er ákærður fyrir, hafi hún byrjað að velta fyrir sér hvort Rex Heuermann viljandi hafður fyrir rangri sök.

Lögmenn Ásu, Bob Macedonio og Ginenne Pugliese segja:

„Er verið að klína þessu á Heuermann? Ellerup hefur viðrað þann möguleika við okkur, sérstaklega eftir að hún horfði á nýju Netflix-þættina Gone Girls, sem staðfesta umfangsmikla spillingu í Suffolk-sýslu og þau áhrif sem spillingin hefur haft á saklausa sakborninga og ástvini þeirra.

Þeir urðu allir fórnarlömb spillingarinnar, hvers vegna ætti þetta mál að vera eitthvað öðruvísi? Eitt er víst, Ellerup vonar að réttlætið muni sigra og sama hvernig þessir glæpir áttu sér stað þá er samúð hennar með fjölskyldum fórnarlambanna.“

Verjendur Heuermann freista þess nú að útiloka sönnunargögn sem byggja á erfðafræðilegri greiningu á hárum sem fundust á líkum hinna látnu, hár sem hafa verið tengd við bæði Ásu og dóttur hennar, Victoriu Heuermann. Lögmenn Rex segja að heimildaþættirnir hafi vakið upp margar spurningar um framgöngu og rannsókn lögreglu, þar með talið erfðafræðirannsóknina.

Macedonio sagði á blaðamannafundi í síðustu viku: „Ása hefur frá upphafi sagt að Rex, maðurinn sem hún giftist og faðir barna hennar, sé ekki fær um að fremja þessa glæpi. Hún vill sjá hvernig spilast úr málinu fyrir dómstólum og sjá sönnunargögn með eigin augum.“

Bæði Ása og Victoria stóðu fyrir aftan Macedonio og kinkuðu kolli.

Á Reddit má finna hóp netverja sem fylgjast náið með málinu. Framan af hafði hópurinn mikla samúð með Ásu og börnum hennar en eftir blaðamannafundinn runnu tvær grímur á fólk.

Asa Ellerup and Victoria Heuermann’s press conference
byu/BrunetteSummer inLISKiller

„Þetta eru tvær mjög óviðkunnanlegar manneskjur. Jafnvel þó ég vissi ekkert um þetta mál þá væru þær óviðkunnanlegar, sérstaklega Ása.“

„Það slær mig að Ása hafi vitað svo lítið um þessa glæpi sem maður hennar er sakaður um að það þurfti Netflix heimildarþætti svo hún gæti komið með þessa kenningu sína.“

„Jesús þær virka báðar eins og þær séu við það að kasta upp. Victoria virðist halda að hann sé sekur á meðan Ása virðist enn vera í afneitun. Ég vona að þær fái þá hjálp sem þær þurfa.“

„Ása trúði því frá upphafi að Rex væri saklaus, samt skildi hún við hann til að vernda eignir þeirra frá einkamálunum sem VERÐA höfðuð.“

OMG fjölmiðlar, hættið að taka viðtal við þær og gefa þeim pláss. Þær eru ekki fórnarlömb. Þær hafa ekkert til málanna að leggja. Ég vil ekki heyra bofs frá þeim nema það sé vitnaskýrsla. Konur voru pyntaðar og myrtar heima hjá þeim. Maðurinn hennar var með glósur um morðin. Heimska þeirra og undirgefni í hans garð er óafsakanleg.“

Netverjarnir velta því fyrir sér hvort Ása sé nú að reyna að spila á fjölmiðla til að safna efni fyrirheimildaþættii sem eru í framleiðslu á vegum Peacock, en framleiðslufyrirtækið hefur borgað henni væna summu fyrir þátttökuna.

Önnur stórtíðindi sem tengjast málinu óbeinum hætti eru þau að í dag tilkynnti lögregla að búið er að bera kennsl á líkamsleifar ungrar konu og barns hennar, en bæði fundust látin við Gilgo-ströndina á sama tíma og flestar þær konur sem Heuermann er sakaður um að hafa banað. Þau látnu voru uppgjafahermaðurinn Tanya Denise Jackson og ung dóttir hennar, Tatania. Tanya var 26 ára þegar hún lést, en skrokkur hennar fannst í plastkassa í Hempstead Lake-þjóðgarðinum í júní árið 1997 en útlimir hennar fundust við Gilgo-ströndina í apríl árið 2011 sem og líkamsleifar dóttur hennar. Ljóst er að saknæm háttsemi átti sér stað.

Heuermann hefur verið ákærður fyrir nokkur morð sem fólu í sér aflimun þar sem skrokkur og útlimir fundust hvert á sínum staðnum. Því er ekki útilokað að hann verði eins ákærður fyrir að hafa banað Tanyu og Tatiönu en lögregla hefur nú heitið veglegum greiðslum til þeirra sem geta aðstoðað við að upplýsa morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Í gær

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla